![Floki by BARKography - WEB File-1_edited.jpg](https://static.wixstatic.com/media/060752_71335022d290486fa2810382a361d36c~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_286,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/060752_71335022d290486fa2810382a361d36c~mv2.jpg)
UMSAGNIR
Andrea með Lúnu
Hráfæðisleiðsögn & hundaþjálfun
Ég hef fengið frábæra leiðsögn hjá Doreen hvað varðar hundaþjálfun og næringarráðgjöf fyrir labrador hundinn minn. Það er mjög gott að leita til hennar.
Ef ég hef verið í vanda með hegðun hjá hundinum þá hefur hún komið með góð ráð og trikk sem hafa virkað með þeim árangri að hundurinn hagar sér betur og kann núna alls konar kúnstir.
Doreen setur sig vel inn í málin en þegar ég leitaði til hennar vegna ofnæmis og flogaveiki hjá hundinum þá setti hún sig mjög vel inn í vandann. Hún er mjög nákvæm og kemst ekki að fljótfærnislegum niðurstöðum, heldur skoðar hún málin ofan í kjölinn út frá öllum hliðum og útskýrir vel hverjir möguleikarnir eru út frá BARF-hráfæði.
Doreen fær fullt hús meðmæla frá okkur!
![testimonial raw dog food_umsögn hráfæði](https://static.wixstatic.com/media/060752_53e64bf1961644d0a6a48b846a7ec40c~mv2.jpg/v1/crop/x_0,y_153,w_961,h_961/fill/w_293,h_293,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/testimonial%20raw%20dog%20food_ums%C3%B6gn%20hr%C3%A1f%C3%A6%C3%B0i.jpg)
![Susanne_edited.jpg](https://static.wixstatic.com/media/060752_c262809053c74bc59d4d73768754e61f~mv2.jpg/v1/crop/x_0,y_14,w_598,h_598/fill/w_293,h_293,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/Susanne_edited.jpg)
Susanne með Sisko
Heilsurækt & skemmtun fyrir reactíva hunda/Fitness & Fun for reactive dogs
Það getur verið erfitt og stressandi að mæta í hundanámskeið með viðbragðssaman hund, bæði fyrir hund og eiganda (og aðra í hópnum) Doreen skapaði rólega 1:1 stemningu og gerði tímana skemmtilega með skýrum leiðbeiningum og endurgjöf. Hún breytti uppsetningu í hverjum tíma svo hundurinn okkar gæti prófað margvíslegar hindranir.
​
Hún sýndi okkur einnig hversu auðvelt er að setja upp einfaldar hindranir heima þannig að við gátum æft okkur á milli tíma.
Það var ótrúlegt að sjá hvernig whippethundurinn okkar naut þess að læra allskyns fimi án þess að verða stressaður yfir öðrum hundum.
Sara með Ýrju (og hvolpana hennar)
Hráfæðisleiðsögn
Bara ef þetta hefði verið í boði þegar ég átti minn fyrsta hund.
Doreen einfaldar málið og sér um að þú sért með allar uppl sem þú þarft til að gefa hundinum þínum hráfæði. Upplýsingarnar eru mjög skýrar og auðvelt að fylgja. Algjörlega sérsniðið að þínum hundi og aragrúi upplýsinga fylgja.
Meiri að segja hvar helstu hráefnin eru fáanleg, sem eru flest í næstu kjörbúð.
Hún leggur mikinn metnað i það sem hun gerir og er manni innan handar í ferlinu. Hundurinn þinn mun þakka þér, ég lofa!
![customer dog.jpg](https://static.wixstatic.com/media/060752_37b2c5da0dd44cdfb6aa1f14a7d07d5e~mv2.jpg/v1/crop/x_0,y_419,w_720,h_720/fill/w_293,h_293,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/customer%20dog.jpg)
![Erin and Carol.jpg](https://static.wixstatic.com/media/060752_e62d13b1edbf4a7d94a370acf5b21130~mv2.jpg/v1/crop/x_106,y_228,w_174,h_174/fill/w_244,h_244,al_c,lg_1,q_80,enc_avif,quality_auto/Erin%20and%20Carol.jpg)
Erin með Freyu
Félagslegar göngur/Social Walks
Ég mæli eindregið með félagslegum göngum fyrir viðbragðssama hunda.
Fyrir námskeiðið gat ég ekki ímyndað mér að fara í göngutúr í skóginum með fleiri hundum, en Doreen kenndi mér margar góðar aðferðir til að skilja viðbrögð hundsins míns (og mín eigin), róa sig niður og forðast stressandi aðstæður.
Ég hlakka til að halda áfram í þessum göngum og vona að aðrir lesi bloggið hennar og sláist í hópinn!
Sara & Binni með Kasper
Hvolpanámskeið/Puppy Classes
Við, ég og maki minn, sóttum nýlega byrjendanámskeið fyrir hvolpa hjá Doreen og upplifunin var frábær.
Það er augljóst að Doreen hefur mikla þekkingu og brennandi áhuga á hundaþjálfun. [...] Við fundum að námskeiðið var mjög góð fjárfesting, þar sem við fengum mikið af upplýsingum og ráðleggingum [...].
Hún leggur áherslu á jákvæðar styrkingaraðferðir og býr til einstaklingsmiðaða áætlun byggða á þörfum hvolpsins [...] Auk þess var hún mjög þolinmóð, svaraði öllum spurningum fljótt og fór langt fram úr væntingum okkar [...].
Við mælum eindregið með Doreen fyrir alla sem leita að hæfum og umhyggjusömum hundraþjálfara – einstaklingsmiðaða athyglin og skuldbinding hennar veldur engum vonbrigðum!
![1000031958.jpg](https://static.wixstatic.com/media/060752_aaee388dc96a4486bf69acc1b7835b8a~mv2.jpg/v1/crop/x_0,y_500,w_3000,h_3000/fill/w_293,h_293,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/1000031958.jpg)
![20231128_182035_011.jpg](https://static.wixstatic.com/media/060752_3f091422dd3b4bb1b1d5aa60d4c08e6e~mv2.jpg/v1/crop/x_976,y_1677,w_807,h_807/fill/w_293,h_293,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/20231128_182035_011.jpg)
Róbert með Kára
Heilsurækt & skemmtun fyrir reactíva hunda/Fitness & Fun for reactive dogs
Ég og Kári (Siberian Husky) fórum á námskeið hjá Doreen sem hún hannaði fyrir hunda sem eru “reactive”. Þar hafði Doreen sett up fjölbreytta hindrunar braut sem við unnum saman að þvi að fá Kára til að leysa.
Námskeiðið var afar vel skipulagt með tilsjón að því að hundarnir sem það sóttu væru ekki að hittast. Brautirnar voru fjölbreyttar og erfiðleika stig þeirra aukið hvert skipti sem við mættum.
Doreen veitti okkur góða tilsögn og fagleg ráð hvað við gætum bætt og æft okkur heima. Hún er hugmyndarík og afar fagmannleg.
Ég get eindregið mælt með að fara með hund á námskeið hjá Doreen.
Eva María með Týrusi
Hvolpanámskeið/Puppy Classes
Frábært hvolpanámskeið í alla staði.
Ég og Týrus lærðum mjög mikið.
Doreen er frábær kennari og þekkir mjög vel inn atferli hunda og næringu.
Mæli með.
![Eva.jpg](https://static.wixstatic.com/media/060752_254d72e7fc144ce5bb0648b5d2509f32~mv2.jpg/v1/crop/x_0,y_40,w_240,h_240/fill/w_293,h_293,al_c,lg_1,q_80,enc_avif,quality_auto/Eva.jpg)
![Kaila II.jpg](https://static.wixstatic.com/media/060752_ea3b05c8d5704c5fafd80ccf73c55aed~mv2.jpg/v1/crop/x_148,y_624,w_2264,h_2264/fill/w_293,h_293,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/Kaila%20II.jpg)
Aníta með Kailu
Félagslegar göngur/Social Walks
Ég á mjög reactive hund og sárvantaði leiðsögn og verkfæri til að vinna betur með tíkinni minni.
Við skelltum okkur á námskeiðið social walks og þvílíkur munur bæði fyrir mig og tíkina mína!
Colin með Tibo
Hvolpanámskeið/Puppy Classes
Við fengum okkur 4 mánaða Border Collie og fórum til Doreen í þjálfun. Hún náði ekki aðeins að fá hvolpinn okkar til að hlýða skipunum, heldur gaf hún okkur líka verkfæri til að þjálfa hann áfram. Það er eins og eigendurnir fái líka þjálfun!
​
Frábær þjónusta og mjög vinaleg, mæli eindregið með fyrir alla sem eiga hund.
![Tibo.jpg](https://static.wixstatic.com/media/060752_2a0ceba3bbd7472db87ae8346f4f3b88~mv2.jpg/v1/crop/x_71,y_0,w_959,h_960/fill/w_293,h_293,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/Tibo.jpg)
Mallory með Eddie
Námskeið á netinu
![Eddie2.jpg](https://static.wixstatic.com/media/060752_e47c2c73cd1d448490b9c580ba53a00a~mv2.jpg/v1/crop/x_422,y_392,w_568,h_568/fill/w_293,h_293,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/Eddie2.jpg)
Ég fékk mikið út úr köflunum um hunda sem eru einir heima og enn meira úr hlutanum um viðbragðsvanda.
Hundurinn minn er viðbragðssamur gagnvart fleiri hlutum en ég hafði áttað mig á. [...] Hvert af „skrefunum“ fyrir viðbragð var ótrúlega gagnleg og nú hef ég hugmynd um hvernig ég get byrjað að takast á við þessi mál. [...]
Það var mjög hjálplegt að geta spurt spurninga á Facebook-síðunni eða á Q&A fundunum og fengið sértæka endurgjöf/svör. Það var klárlega persónulegt element í námskeiðinu, þrátt fyrir að það væri fyrir hóp. Það var lika mjög áhugavert að geta greint hundahald niður í svo marga hluta og geta metið mína eigin stöðu í hverri viku. [...]
Námskeiðið var mjög vel samsett. Takk kærlega fyrir frábært efni og gagnleg ráð! [...]
Guðrún með Erró
Hráfæðisleiðsögn
Langaði að hrósa Doreen fyrir faglega og frábæra þjónustu.
​
Leitaði til hennar útaf hreinu hráfæði fyrir 12 mánaðar hundinn minn. Fékk bestu, faglegustu, og ítarlegustu upplýsingar sem ég hef nokkur tíman fengið.
​
Útskírði allt uppá 10 og listaði allt saman upp, gerði skiljanlega fyrir mig að lesa.
​
Mæli 120% með Doreen.
![BVM-Profile Pic-01.png](https://static.wixstatic.com/media/060752_da5d6245a93e4a658263cf303b8764bd~mv2.png/v1/fill/w_293,h_293,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/BVM-Profile%20Pic-01.png)
Alina með Simon
Námskeið á netinu
![Alina_edited.jpg](https://static.wixstatic.com/media/060752_f732a03a8cd0400784c9a75ef23fd1aa~mv2.jpg/v1/crop/x_0,y_15,w_595,h_595/fill/w_293,h_293,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/Alina_edited.jpg)
Mér líkaði mjög vel hvernig Doreen kennir – skipulega, en einnig með samkennd og kærleika til loðnu krakkanna okkar.
Ég mæli klárlega með þessu námskeiði, þar sem efnið var verðmætt, gagnlegt og yfirgripsmikið. Upptökurnar af fundunum voru líka frábærar til að horfa á – ég fann lausnir við allskyns hlutum sem tengdust hundinum mínum í þessum samræðum. [...]
Doreen hefur náttúrulega hæfileika til að þjálfa fólk og mikla reynslu sem hún miðlar svo. Mér líkaði hvernig hún studdi þátttakendur á fundunum með einstaklingsmiðuðum lausnum fyrir hunda þeirra, þar á meðal fyrir minn hund. Hún er einnig sjálf gæludýraeigandi, svo hún getur sett sig í spor annarra og skilið þeirra persónulegu áskoranir á merkingarbæran hátt.
Takk fyrir verðmæt ráð og upplýsingarnar sem námskeiðið veitti.
Carol með Hugo
Félagslegar göngur/Social Walks
Göngutúrar með hundinum mínum voru stressandi fyrir bæði mig og hann áður en við hófum þátttöku í félagslegum göngum fyrir viðbragðssama hunda.
Ég lærði betra samstarf við hundinn minn, hvernig ég les hann og hvernig hann les mig. Við erum enn að vinna saman, en vá hvað það er mikil framför!Ég ætla klárlega að halda áfram að vinna með Doreen og taka þátt í félagslegum göngum.
​
Takk kærlega fyrir að hjálpa til við að gera göngutúra með hundinum mínum betri.
![Erin and Carol.jpg](https://static.wixstatic.com/media/060752_e62d13b1edbf4a7d94a370acf5b21130~mv2.jpg/v1/crop/x_17,y_0,w_187,h_187/fill/w_262,h_262,al_c,lg_1,q_80,enc_avif,quality_auto/Erin%20and%20Carol.jpg)