top of page
Social walks_dog training_hundaþjálfun 1.png

Social Walks
(Félagslegar Göngur)

Fyrir hunda sem eru viðkvæmir eða hafa mikið tilfinningar-viðbragð

Hópnámskeið með 6 tímum

Dagsetningar & Tímar

Dags.

Dagur

Tími

Hefst aftur í apríl eða eftir beiðni - sjáumst!

Tímalengd: 1 klst

Um námskeiðið

Námskeiðið er kennt á ensku.

Þetta námskeið er ætlað til að hjálpa hundum sem eru viðkvæmir eða með mikið tilfinningar-viðbragð❤️

Hugsaðu þér eftirfarandi aðstæður:

Þú ert í veislu. Þú hefur aldrei komið á þennan stað áður, þú ert umkringdur ókunnugu fólki og áttar þig ekki á hvernig þú átt að haga þér. Þar að auki eru hundar á staðnum, og þú ert hrædd/ur við hunda ef þeir nálgast þig of hratt. Þú óskar þess að þú gætir fundið rólegan stað til að fylgjast með aðstæðum í fyrstu. Þú óskar þess að einhver myndi kynna þig fyrir fólkinu og hundunum.

Svona líður mörgum hundum þegar þeir lenda í nýjum aðstæðum, ókunnugum hundum eða fólki.

Hjá sumum birtist þessi vanlíðan í gelti, stökkum eða urrum.

Aðrir frjósa eða verða ofurspenntir. Þetta er þeirra leið til að segja: „Ég veit ekki hvað ég á að gera!“

Á "Social Walks" býð ég upp á öruggt, stuðningsríkt og fordómalaust umhverfi þar sem hundurinn þinn getur lært að finna meira öryggi og sjálfstraust.

Í gegnum blöndu af göngu og kyrrstöðuþjálfun mun hundurinn þinn æfa sig í rólegri hegðun, bæta félagsfærni sína og eignast verkfæri til að takast á við nýjar og krefjandi aðstæður.

Þú sem eigandi lærir hvernig þú getur stutt hundinn þinn á þann hátt sem styrkir sjálfstraust hans og hæfni til að takast á við aðstæður – sem einnig eykur tengslin ykkar á milli.

"Social Walks" eru ekki bara til að hjálpa hundinum þínum.

 

Þær snúast um að gefa ykkur báðum verkfæri og sjálfstraust til að fara í gegnum daginn með minni streitu og meiri gleði.

Social walks_dog training_hundaþjálfun 3.png

Hvernig þetta virkar

Námskeiðið sameinar göngutíma og kyrrstöðuþjálfun:
 

  • Göngutímar: Við göngum á mismunandi útisvæðum þar sem hundurinn þinn fær tækifæri til að æfa rólega hegðun og samskipti í raunverulegum aðstæðum.
     

  • Kyrrstöðuþjálfun: Unnið er í stýrðum aðstæðum þar sem fjarlægðin milli hunda er fullkomlega aðlöguð að þörfum þeirra. Náttúruleg hindrun, eins og tré og runnar, veita aukið öryggi, sem gerir hundunum kleift að sjá hvern annan á sínum forsendum og æfa heilbrigðar bjargráð.
     

Þjálfunin er alltaf stuðningsrík, skipulögð og aðlöguð að þjálfunarhraða hundsins þíns.

Ég stefni á 3 göngur og 3 kyrrstöðuþjálfanir, en mun aðlaga skipulagið eftir þátttakendum til að tryggja að sem mest fáist út úr námskeiðinu fyrir alla.

Og það besta:


Þú getur haldið áfram að taka þátt í framtíðar "Social Walks" fyrir lágt gjald, með nýjum hundum og fleiri tækifærum til að læra.

Hundaþjálfarinn þinn

Halló, ég heiti Doreen!

 

Ég ólst upp í Þýskalandi en flutti til Íslands og hef gert það að heimili mínu.

Í dag hjálpa ég hundaeigendum að byggja upp betri tengsl við hundana sína. Þar sem hegðun mótast einnig af næringu, hef ég jafnmikinn áhuga á hráfóðri fyrir hunda og elska að leiðbeina fólki um hvernig á að halda hundum sínum heilbrigðum og glöðum.

Ég trúi því af öllu hjarta að blanda af góðri þjálfun og heilbrigðu fóðri sé besta leiðin til að fá það besta fram í hundinum þínum.

Látum það verða að veruleika saman! ❤️

PS: Sjáðu hvað viðskiptavinir mínir segja um að vinna með mér.

Smelltu hér.

07_02_2024_floki-5.jpg
Social walks_dog training_hundaþjálfun 2_edited_edited.jpg

Hvað er innifalið?

  • 6 tímar (göngur og kyrrstöðuþjálfanir), hver í 1 klst og 15 mínútur.

  • 5 metra taumur er lánaður á námskeiðinu til að tryggja öryggi og frelsi samtímis (eða þú getur komið með þinn eigin – nemendur fá 20% afslátt hjá Bendir).

  • Einfaldar leiðbeiningar og stuðningur allan tímann, svo þú sért viss um hvað þú átt að gera og hvers vegna.

  • Viðvarandi aðgang að lokuðum Facebook-hóp þar sem þú getur tengst öðrum þátttakendum, núverandi og fyrri, sem skilja og virða áskoranir þínar. Þú getur jafnvel skipulagt þínar eigin Félagslegu göngur með þeim.

Bónus:

Eftir námskeiðið getur þú tekið þátt í framtíðar Félagslegum göngum fyrir lágmarks gjald. Hver tími býður upp á nýja hunda og tækifæri til að bæta færni ykkar með tímanum.

Staðsetning:

Úti í Heiðmörk.


Nákvæm fundarstaðsetning verður tilkynnt eftir skráningu/á námskeiðinu.

Verð: 32.000 ISK

bottom of page