top of page
Obstacle 1_course_hundaþjálfun.png

Obstacle Class
(Hindrunanámskeið)

Samhæfing, líkamsrækt og tengslamyndun

Hópnámskeið með 4 tímum

Dagsetningar & Tímar

Dags.

Dagur

Tími

Þetta námskeið fer fram frá maí til október.

Sjáumst!

Tímalengd: 1 klst

Um námskeiðið

Þetta námskeið er kennt á ensku.

Þetta námskeið er einfaldlega gæðastund með hundinum þínum þar sem þið lærið og skemmtið ykkur saman.

Tímarnir eru frábær leið til að takast á við nýjar áskoranir, bæta samskipti og byggja upp sjálfstraust hundsins í afslöppuðu umhverfi.

Í tímunum leggjum við áherslu á að styrkja tengslin milli þín og hundsins með skemmtilegum verkefnum og æfingum sem hvetja til samtarfs ykkar á milli.

Hvort sem þú vilt kenna hundinum þínum eitthvað nýtt eða ert bara að leita að skemmtilegu áhugamáli – þá geturðu gert hvort tveggja í þessu námskeiði.

Obstacle 2_course_hundaþjálfun.png

Hvernig þetta virkar

  • Við hittumst úti á afmörkuðu/vernduðu svæði  – s.s.  þægilegu umhverfi fyrir hundinn þinn.

  • Svæðið er búið fjölbreyttum hindrunum og „verkefnastöðvum“ þar sem þú og hundurinn þinn vinnið saman.

  • Við skiptumst á milli stöðva, sem gefur hundinum þínum tækifæri til að prófa ný verkefni á meðan ég leiðbeini og styð hvert teymi miðað við einstaklingsbundnar þarfir.

  • Uppsetningin er alltaf aðlöguð að framförum og þægindastigi hundsins þíns.

  • Hver tími er hannaður til að vera streitulaus og skemmtilegur, sem skapar tækifæri fyrir þig og hundinn þinn til að tengjast og byggja upp traust.

Hundaþjálfarinn þinn

Halló, ég heiti Doreen!

 

Ég ólst upp í Þýskalandi en flutti til Íslands og hef gert það að heimili mínu.

Í dag hjálpa ég hundaeigendum að byggja upp betri tengsl við hundana sína. Þar sem hegðun mótast einnig af næringu, hef ég jafnmikinn áhuga á hráfóðri fyrir hunda og elska að leiðbeina fólki um hvernig á að halda hundum sínum heilbrigðum og glöðum.

Ég trúi því af öllu hjarta að blanda af góðri þjálfun og heilbrigðu fóðri sé besta leiðin til að fá það besta fram í hundinum þínum.

Látum það verða að veruleika saman! ❤️

PS: Sjáðu hvað viðskiptavinir mínir segja um að vinna með mér.

Smelltu hér.

07_02_2024_floki-5.jpg
Obstacle 3_course_hundaþjálfun.png

Hvað er innifalið?

  • 4 útitímir, hver klukkustund að lengd.

  • Fjölbreyttar hindranir og verkefnastöðvar sem eru aðlagaðar að þörfum og færni hundsins þíns.

  • Skýrar, skref-fyrir-skref leiðbeiningar í gegnum allt námskeiðið.

  • Ráðleggingar um hvernig þú getur sett upp þína eigin hindranabraut heima.

  • Skemmtilegt og stuðningsríkt andrúmsloft þar sem þú og hundurinn þinn getið vaxið og notið stundarinnar saman.

Staðsetning:
Úti í 110 Reykjavík (Árbær).

Nákvæmur fundarstaður verður tilkynntur eftir skráningu/á námskeiðinu.

Verð: 28.000 ISK

bottom of page